Una Hildardóttir

Upplýsingafulltrúi og varaþingmaður. 1. – 2. sæti.

Um mig
Ég er 29 ára Mosfellingur og er gift Bjarti Steingrímssyni, saman eigum við eitt barn. Ég starfa sem upplýsingafulltrúi hjá Icelandic Lamb og er fyrsti varaþingmaður okkar Vinstri grænna  í Suðvesturkjördæmi. Einnig er ég formaður lýðræðis- og mannréttindanefndar Mosfellsbæjar og forseti Landssambands ungmennafélaga (LUF).

Á vettvangi VG
Ég kom fyrst inn í starf hreyfingarinnar árið 2011. Sat fyrst í stjórn UVG á höfuðborgarsvæðinu og var ritari UVG 2011-2012. Ég sinnti embætti alþjóðafulltrúa frá 2012 til 2014 og sat m.a í framkvæmdastjórn ungmennaráðs Norðurlandaráðs (UNR) 2013-14 sem fulltrúi Sosialistisk ungdom i norden. Þá var ég gjaldkeri VG frá 2015 til 2019. Ég hef sinnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum innan VG síðastliðin ár: Formaður svæðisfélags VG í Mosfellsbæ, kosningastýra UVG í Alþingiskosningum 2013, leiddi starfshóp við endurskoðun aðgerðaráætlunar VG gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi, og hef setið í fjölda málefnahópa síðastliðin tíu ár. Frá síðasta landsfundi hef ég setið í flokksráði.

Áherslurnar
Á komandi kjörtímabili vil ég beita mér í mannréttinda-, velferðar- og jafnréttismálum af fullum krafti. Staða ungs fólks er mér ofarlega í huga og í embætti mínu sem forseti LUF hef ég tekið hlutverki mínu sem fulltrúi ungs fólks gagnvart stjórnvöldum alvarlega. Í forystu fyrir VG í Suðvesturkjördæmi vil ég leggja áherslu á uppbyggingu í kjördæminu eftir efnahagskreppu sem tekur mið af stöðu ungs fólks, kvenna og jaðarsettra hópa. Halda þarf áfram á góðri og traustri vegferð með Vinstri græn í forystu, ganga enn lengra í velferðar- og jafnréttismálum og setja aukin kraft í baráttu okkar gegn loftslagsvánni.

Aðrir frambjóðendur