Þóra Elfa Björnsson

Setjari og framhaldsskólakennari. 3. – 5. sæti.

Búsett í vesturbæ Kópavogs frá 1961. Nokkuð félagsvön eftir setu í stjórnum ýmissa félaga og þátttöku í starfi þeirra. Styð hugmyndir VG um jöfnuð og sjálfbærni, félagslegt réttlæti og alþjóðlega friðarhyggju. Allir eiga rétt á vatni sem er eign okkar allra, aðgangi á námi fyrir alla og frið bæði á sínu nánasta umhverfi og einnig lengra frá.

Býð mig fram í 3. -5. sæti í á lista Vinstri grænna í suðvesturkjördæmi.

Umhverfismál eru mér hugleikin enda alin upp að hálfu í sveit og hef unnið við algengustu störf í sveitum og við garðyrkju. Trúi á mátt íslensks grænmetis og að sem minnst æti að flytja inn til manneldis af slíku. Tryggja þarf hefðbundnum landbúnaði og lífrænni ræktun sem bestan rekstrargrundvöll. Það sem er unnið hér vitum við hvaðan kemur og hvers konar alúð afurðirnar hafa fengið í vakstarferlinu. Ég er líka höll undir að kynnast sem flestum þjóðum og þeirra lifnaðarháttum hvort sem er með heimsóknun eða bara læra um þær af skjá og bók.

Aðrir frambjóðendur