11. sæti

Sigurður Loftur Thorlacius

Umhverfisverkfræðingur

  • 31 árs og vinn sem umhverfisverkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu. Hef unnið þar síðan ég kláraði meistaranám í Sviss. Þar á undan vann ég til skamms tíma sem aðstoðarkennari í aflfræði við HÍ og við einkakennslu í stærðfræði. Í félagsstörfum er ég fulltrúi ungs fólks í Loftslagsráði og aðalritari UVG. Tók þátt í að skipuleggja loftslagsverkföllin fyrsta hálfa árið, var ritari Ungra umhverfissinna og þar áður ritari Naglanna, félags umhverfis- og byggingarverkfræðinga. Var tilnefndur til Framúrskarandi ungra Íslendinga árið 2019.
  • Ég skráði mig nýlega í VG til þess að hafa áhrif á stefnumótun flokksins í loftslagsmálum og það hefur líka tekist, allar breytingarnar sem ég lagði til voru samþykktar á landsfundunum. Ég valdi VG af því að VG er sá flokkur sem hefur sýnt það í verki að geta aukið metnaðinn í loftslags- og umhverfismálum og var líka lengst af eini flokkurinn með áherslu á umhverfismál. Auk þess er VG eini flokkurinn sem fjallar almennilega um líffræðilegan fjölbreytileika en tap á honum er ekki síður alvarlegt mál heldur en loftslagváin.
  • Þrjú helstu baráttumál
    • 1. Loftslagsvá. Loftslagsváin veldur mér áhyggjum, sértaklega eftir að ég eignaðist dóttur mína en nú er ljóst að hættan steðjar ekki einungis að hennar kynslóð heldur að okkur líka, hér í dag. Þess vegna beiti ég mér fyrir hertum aðgerðum gegn loftslagvá á öllum sviðum lífsins, í félagsstarfi, starfi, áhugamálum og nú líka í pólitík.
    • 2. Tap á líffræðilegum fjölbreytileika. Það er næsta stóra umhverfismálið á eftir loftslagsvánni. Til að setja hlutina í samhengi, þá eru menn og búfénaður þeirra 96% af massa allra spendýra. Öll villt spendýr og þá meina ég öll, allt frá músum til hvala, eru einungis 4% af massanum. Mannkynið hefur tekið sér allt, allt of stóran skerf af jörðinni og þarf að skila til baka. Þess vegna er ég stoltur af nýrri stefnu VG um að vernda 30% af landi og hafi Íslands en sjálfur myndi ég vilja ganga ennþá lengra.
    • 3. Loftslagsváin og tap á líffræðilegum fjölbreytileika duga mér sennilega út ævina sem baráttumál en þar á eftir kæmi baráttan fyrir jöfnu og sanngjörnu samfélagi.

Aðrir frambjóðendur