Júlíus Andri Þórðarson

Stuðningsfulltrúi og háskólanemi. 4. sæti.

Ég er 31 árs Hafnfirðingur sem ættleiddur er frá Rúmeníu. Ég stunda nám við Háskólann á Bifröst í miðlun og almannatengslum og eru áætluð námslok næsta vetur. Samhliða námi vinn ég sem stuðningsfulltrúi á starfsbraut við Flensborgarskólann í Hafnarfirði.

Mín þátttaka innan VG byrjaði árið 2014, en þá skipaði ég 4. sæti listans í Hafnarfirði. Á sveitarstjórnarstigi sat í skipulags- og byggingarráði, varamaður í fjölskylduráði auk þess að vera varabæjarfulltrúi í eitt ár. Ég er jafnframt formaður VG í Hafnarfirði. Ég býð mig fram því ég tel að það sé til hagsbóta fyrir stjórnmál að hafa fólk með fjölbreytilegan bakgrunn sem er tilbúið er að leggja sitt af mörkum til að stuðla að réttlátu og jöfnu samfélagi í þágu og umboði heildarinnar.

Á næsta kjörtímabili tel ég að leggja eigi áherslu á að verja menntakerfið eftir mikið og skiljanlegt útgjaldaár ríkisins vegna COVID-19. Menntakerfið verður að hafa nægilegan stuðning og bolmagn, þannig verður hægt að ýta undir aukna þekkingu og frekari nýsköpun hér á landi á næstum misserum.

Það þarf að verja og styrkja menntakerfið á öllum stigum með hag kennara, starfsmanna og  nemenda í huga. Tryggja þarf jafnrétti til náms, bæði bóknám og iðnnám, allra þeirra sem vilja sækja sér menntun óháð efnahagslegum eða félagslegum bakgrunn.

Ákveðin markaðsvæðing innan menntakerfisins hér á landi hefur átt sér stað undanfarin nokkur ár. Það er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja að menntun verði ekki að einhverri söluvöru, menntun á að vera leið til aukins máttar og framþróunnar einstaklinga og samfélagsins í heild.

Samfélagsmiðlar:

Facebook: facebook.com/juliusandri

Instagram: instagram.com/julius.andri / @julius.andri

Aðrir frambjóðendur