25. sæti

Einar Bergmundur Þorgerðar og Bóasson

Hugbúnaðarsérfræðingur

  • Aldur og fyrri störf: 61 árs tölvunarfræðingur, kvikmyndagerðarmaður, stjórnandi og nemi í trúarbragðafræði. Fjölbreyttur starfsferill sem hefur gefið mér haldgóða innsýn í samfélagið á flestum sviðum. Helsta áhugamál mitt er, eins og VG, að gera betur og bæta samfélagið með heilbrigðum samskiptum og skýru regluverki.
  • Af hverju VG? VG er, og hefur verið frá stofnun, sú hreyfing sem höfðar mest til mín og minna væntinga og vona í þróun samfélags og atvinnulífs. Heiðarleiki og hreinskilni eru mér ofarlega í huga og ég held að við í VG, bæði grasrótin og forystan hafi einmitt sömu leiðarljós.
  • Þrjú helstu baráttumál?
    • Umhverfismál eru númer eitt,en þau verða ekki leyst nema með gagngerum breytingum á hagkerfi og neyslu sem er þá baráttumál númer tvö.Öryggi og trygg framfærsla þeirra sem á þurfa að halda er svo sú útkoma sem ég vil sjá í þeim breytingum

Aðrir frambjóðendur