Bjarki Bjarnason

 Rithöfundur og forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ. 4. – 5. sæti.

Ég er fæddur í Reykjavík en hef alið mestan minn aldur í Mosfellsdal. Eftir stúdentspróf frá MH nam ég latínu í Þýskalandi, síðan íslensk fræði í Reykjavík og tók íþróttakennarapróf á Laugarvatni.

Ég hef stundað ýmis störf til sjós og lands en einkum fengist við kennslu, skólastjórn, leiðsögn og ritstörf, hef sent frá mér yfir 20 bækur, bæði skáldverk og sagnfræðirit.

Strax á yngri árum fékk ég mikinn áhuga á þjóðfélagsmálum og stjórnmálum þannig var tíðarandinn þá. Ég starfaði innan Alþýðubandalagsins og gekk til liðs við í VG fljótlega eftir stofnun hreyfingarinnar. Ég var formaður VG í Mosfellsbæ árið 2006 þegar hreyfingin bauð þar fyrst fram undir eigin merkjum og fékk einn fulltrúa í bæjarstjórn. Síðan leiddi ég lista vinstri-grænna í sveitarstjórnarkosningunum 2014 og 2018 og hef setið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar í sjö ár, þar af sem forseti bæjarstjórnar síðastliðin fjögur ár.

Það voru ekki síst umhverfismálin sem leiddu til þess að ég gekk til liðs við VG kringum síðustu aldamót. Sá tónn sem VG sló í þeim efnum höfðaði sterkt til mín en þær áherslur hafa sannað sig rækilega, umhverfismál eru sem betur fer yfir og allt um kring í allri umræðu allsstaðar. Ég finn einnig samhljóm með stefnu VG í mannréttindamálum, kvenfrelsismálum og friðarmálum.

Aðrir frambjóðendur